Leiðir í endurhæfingu

Heildstæð endurhæfingarúrræði

Áherslur í endurhæfingu miðast við þarfir hvers og eins þátttakanda. Unnið er eftir einstaklingsmiðuðum áætlunum og þjónustan fer ýmist fram í hópum eða einstaklingstímum. Allir þátttakendur hafa ákveðinn tengilið hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar.

Endurhæfing tekur misjafnlega langan tíma og þátttakendur geta hætt í endurhæfingu og hafið störf á vinnumarkaði hvenær sem þeir eru tilbúnir til.

Skoða bækling um Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar

Matsleið

Matsleið er upphafsleið þátttakenda sem óvíst er hvort eru tilbúnir í starfsendurhæfingu eða talið er að þurfi aðlögunar- og undirbúningstíma fyrir fulla þátttöku.

Einstaklingsmiðuð, þverfagleg starfsendurhæfing

Hentar fólki sem þarf og vill vinna að betri heilsu, glímir við fjölþættan vanda eða þarf að gera mikilvægar breytingar á daglegum venjum heilsu sinnar vegna til þess að komast í vinnu eða nám.

Hvati

er 6 mánaða endurhæfingarúrræði sérsniðið að ungu fólki sem hvorki er í vinnu né námi. Sjá nánar Skoða bækling: Hvati Starfsendurhæfing

Eftirfylgd

getur verið í boði fyrir þátttakendur sem þurfa stuðning fyrstu skrefin í námi eða starfi að lokinni heildstæðri endurhæfingu.

Námskeið

Vinnusmiðja

er 30 klst námskeið sem er ætlað fyrir fólk sem þarf aðstoð við að marka sér stefnu varðandi vinnu og nám, þarf aðstoð við að tengjast vinnumarkaði eða er á lokaspretti starfsendurhæfingar. Skoða bækling: Vinnusmiðja Námskeið

Vinnuprófun

er tveggja mánaða úrræði sem ætlað er fólki sem hefur verið í stökum úrræðum hjá Virk, en vill og þarf að láta reyna á starfsgetu sína við raunaðstæður áður en það lýkur endurhæfingu.
Scroll to Top