Framfærsla

Tekjur / framfærsla

Til þess að geta stundað endurhæfingu þarf fólk að hafa tryggar tekjur til framfærslu á meðan. Aðstæður og réttindi fólks eru afar misjöfn, en tekjur geta t.d. verið:

  • Veikindalaun / sjúkradagpeningar frá atvinnurekanda eða sjúkrasjóði stéttarfélaga
  • Endurhæfingarlífeyrir. Fólk í starfsendurhæfingu á rétt á að fá greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Tryggingastofnun | Endurhæfing.
  • Greiðslur frá lífeyrissjóðum
  • Framfærslustyrkur sveitarfélags.

 Fagfólk Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar gerir endurhæfingaráætlanir með þátttakendum og leiðbeinir þeim í samskiptum við Tryggingastofnun og önnur þjónustukerfi.

Scroll to Top