15 ára afmæli

Haustið 2023 voru liðin 15 ár frá því að fyrstu þátttakendur hófu endurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar. Blásið var til afmælisveislu þann 15.9. í Flatahrauninu til þess að fagna áfanganum með núverandi og fyrrverandi þátttakendum, samstarfsaðilum, vinum og velunnurum. Kærar þakkir fyrir komuna öll!

Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þessum 15 árum og starfsemin þróast í takt við breytt landslag á sviði starfsendurhæfingar í landinu. Góður árangur og ánægðir þátttakendur hvetja okkur til dáða og „táningurinn“ heldur ótrauður áfram för!

Share:

Scroll to Top