Stjórn og starfsfólk

Stofnendur

Hafnarfjarðarbær

Sjúkraþjálfarinn ehf

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Verkalýsfélagið Hlíf

 

Stjórn

Aðalmenn: Árni Rúnar Þorvaldsson, Guðmundur Rúnar Árnason, Gunnar Viktorsson, Karl Rúnar Þórsson og Margrét Vala Marteinsdóttir.

Varamenn: Eyþór Árnason, Haraldur Sæmundsson, Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Ingi Björn Jónsson og Kristín Thoroddsen. 

 

 

Starfsmenn

Anna Guðný Eiríksdóttir annagudny@stendur.is

Anna Guðný lauk BSc námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands, diplóma prófi í Fræðslustarfi og stjórnun og MA próf í Uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla og námi í faghandleiðslu hjá Endurmenntunarstofnun HÍ / Tengslum. Áður en hún hóf störf hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar starfaði Anna Guðný meðal annars á Landspítalanum og sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. Hún er framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. 

Auður Sigurgeirsdóttir audur@stendur.is

Auður hefur lokið skrifstofutækninámi hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum. Hún gegnir stöðu móttökuritara. Auður hefur um árabil sinnt sjálfboðaliðastarfi hjá Rauða krossinum.

Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir elsa@stendur.is

Elsa Sigríður lauk námi í iðjuþjálfun í Noregi, BSc prófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri og meistaraprófi í Heilbrigðisvísindum frá sama skóla. Elsa var einn af frumkvöðlunum að stofnun BYRS starfsendurhæfingar á Húsavík sem síðar varð að Starfsendurhæfingu Norðurlands. Elsa hefur auk þess langa reynslu af iðjuþjálfun barna sem hún vann lengi við hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og hefur sérstakan áhuga á fjölskyldumiðaðri meðferð.

Harpa Þórðardóttir harpa@stendur.is

Harpa er með BA próf í sálarfræði frá University of Toledo, Ohio og MA próf í ráðgjafarsálarfræði frá Lesley College í Boston. Hún lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) við Endurmenntun Háskóla Íslands. Harpa var verkefnastjóri hjá Námsflokkum Reykjavíkur þar sem hún vann meðal annars við Grettistak, Kvennasmiðju og Karlasmiðju. Hún var ráðgjafi Virk starfsendurhæfingarsjóðs hjá Eflingu. Harpa hefur langa reynslu af ráðgjafarstörfum með ungu fólki meðal annars í skólakerfinu og félagsþjónustu. 

 

Helga Dögg Helgadóttirhelga@stendur.is

Helga er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og Cand. Psych. gráðu í kliniskri sálfræði frá frá sama skóla. Að námi loknu vann hún við atferlisþjálfun og sem kliniskur sálfræðingur á eigin stofu. Helga hefur stundað samkvæmisdansa frá barnsaldri, var um nokkurt skeið atvinnmanneskja í dansi. Hún hefur kennt dans um árabil og þjálfað keppendur í samkvæmisdansi.

 

 

Jón Ingi Hákonarson jon@stendur.is

Jón Ingi er með BA próf í leiklist frá Lundúnum.  Hann lauk MBA námi í viðskiptum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, meistaranámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og ACC markþjálfunarnámi frá Profectus. Hann hefur unnið við leiklist bæði sem leikari, leikstjóri og kennari og starfaði meðal annars hjá Námsflokkum Reykjavíkur við kennslu og námskeiðahald áður en hann hóf störf hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar. 

 

Kristján Reinholdsson kristjan@stendur.is

Kristján er með BSc. gráðu í viðskiptafræði á sviði vörustjórnunar frá Tækniháskóla Íslands. Kristján er einnig með sveinspróf í skósmíði. Að loknu námi í Tækniháskóla Íslands var hann markaðsstjóri Sælgætisgerðarinnar Freyju og síðan sérfræðingur hjá Póstinum þar sem hann vann meðal annars að innleiðingu handtölva, stækkun póstmiðstöðvar og sem deildarstjóri í Útkeyrsludeild.

 

Auk fastra starfsmanna kemur að starfinu margt fagfólk frá samstarfsaðilum og fjöldi sjálfstætt starfandi sérfræðinga, listamanna og fræðsluaðila.

 

 

 

 Slide1

thattakendur1

 

starfsmenn1

 

 Glærukynning

 

baekling1

 

baekling1

 

 

Afmælisrit 2019

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður