Þátttaka

Þátttaka í starfsendurhæfingu hentar fóki sem: 

  • hefur misst vinnu,
  • sendur höllum fæti á vinnumarkaði, eða
  • hefur þurft að hætta störfum t.d. vegna sjúkdóma, slysa, áfalla eða erfiðra félagslegra aðstæðna

ef það vill komast til vinnu á ný og þarf aðstoð við það.

Í endurhæfingunni getur fólk fengið aðstoð og stuðning til þess að taka frumkvæði, vinna að markmiðum sínum og bæta stöðu sína gagnvart vinnumarkaði. Það vinnur að því að efla sjálft sig til líkama og sálar í samvinnu við aðra þátttakendur, auka þekkingu sína og gera ýmsar breytingar á lífi sínu. Þá gefst einnig kostur á að fara í starfsþjálfun á vinnumarkaði til þess að láta reyna á starfsþrek og vinnugetu.

Um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða gilda lög nr. 60 25.júní 2012 og samkvæmt þeim er starfsendurhæfingarsjóðum falið að hafa umsjón með starfsendurhæfingu á Íslandi og fjármagna viðeigandi úrræði, aðgerðir og verkefni á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. Á landinu starfar einn starfsendurhæfingarsjóður, VIRK starfsendurhæfingarsjóður og er Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar með þjónustusamning við hann. Til þess að eiga rétt á þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þarf fólk að vera með heilsubrest sem staðfestur er af lækni og hafa tilvísun frá lækni  . Beiðnir um atvinnutengda starfsendurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar fyrir fólk með heilsubrest eiga því að berast til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þar sem mat er lagt á mál einstaklings, hvort atvinnutengd endurhæfing sé talin raunhæf og hvaða þjónusta sé talin henta viðkomandi

Fólki sem telur sig þurfa á starfsendurhæfingu að halda en er ekki með skilgreindan heilsubrest  er bent á að snúa sér til þeirrar þjónustustofnunar sem það er í sambandi við s.s. Vinnumálastofnunar og félagsþjónustu sveitarfélaga, sem eru meðal samstarfsaðila Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. Tilvísunareyðublað má nálgast hægra megin á síðunni. 

 

mynd

tilvisun1

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður