Fréttir

Frá 30.mars hefur fræðsludagskrá okkar og hópfundir farið fram í gegnum fjarfundabúnað og nú er ljóst að þannig varður það út apríl. Eftir 4.maí förum við aftur í fyrirkomulagið sem lýst er hér fyrir neðan.

 

Vegna veirufaraldurs höfum við skipt starfsfólki og þátttakendum í tvo hópa. Hóparnir mæta til skiptis í skipulagða dagskrá og viðtöl í Flatahrauni viku og viku í senn og taka þátt hina vikuna í gegnum fjarfundabúnað. Fólk sem ekki á heimangengt t.d. ef það telst til viðkvæmra hópa eða er í sóttkví, vegna barna osfrv hafa að sjálfsögðu einnig möguleika á þátttöku um fjarfundabúnað. Þannig vonumst við til að geta haldið eins miklum dampi og hægt er miðað við ástandið á hverjum tíma. Staðan getur breyst með litlum fyrirvara. Við fylgjumst vel með ráðleggingum yfirvalda og förum eftir þeim.Við bíðum óþreyjufull eftir vokomunni, hækkandi sól og þess að ástandið gangi yfir. Munum að öll él birtir upp um síðir :) 

   

                regnbogi   

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður