Eitt af úrræðum Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar er úrræði sem er sniðið sérstaklega að ungu fólki (ca 18-25 ára). Það stendur í 6 mánuði og mikil áhersla er lögð á tengingu við vinnumarkaðinn. Í stórum dráttum er þjónustunni skipt í þrjú tímabil. Í fyrsta lagi sjálfseflingu, fræðslu og þjálfun, í öðru lagi vinnumarkaðstengdri fræðslu, heimsóknum og vinnuprófunum og á síðasta tímabili þjálfun á vinnumarkaði og aðstoð við atvinnuleit.
Árangur er góður og hefur meiri hluti þátttakenda farið í nám eða vinnu að lokinni þátttöku.