Fréttir

Screen Shot 2017 09 05 at 22.37.27

  

Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar hóf starfsemi haustið 2008 og er því að hefja sitt 10. starfsár. Nýir hópar hafa byrjað þrisvar á ári, þ.e. að hausti (sept), í ársbyrjun (jan) og að vori (apríl).  

Næsti hópur fer af stað 26.september og verið er að kalla nýja þátttakendur í inntökuviðtöl. Enn eru laus pláss í hópinn en mikilvægt að tilvísanir berist sem fyrst. 

Ef þú ert með heilsubrest og þarft á starfsendurhæfingu að halda bendum við þér á að snúa þér til læknis sem getur vísað þér á Virk starfsendurhæfingarsjóð. Í starfsendurhæfingu færð þú stuðning við að byggja þig upp og aðstoð við að nálgast vinnumarkað á þínum eigin forsendum.

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður