Fréttir

Nýr hópur fór af stað í september, hópur 16-09. Við bjóðum nýja þátttakendur velkomna til okkar og vonum að þeir nái góðum árangri í endurhæfingunni.

Dagskráin er með hefðbundnu sniði og alltaf áhugaverðir fyrirlestrar og ólík námskeið í gangi. Undir flipanum "Dagskrá" má sjá hvað er á döfinni hjá okkur hverju sinni. 

Sem dæmi þá er námskeiði í sjálfseflingu og samskiptum nýlega lokið og námskeið í tjáningu langt komið og í byrjun október hefst bæði fjármálanámskeið og námskeið í vakandi athygli (mindfulness). 

Við höfum nú fengið nýja nágranna í Flatahraunið í stað Hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði. Það er unglingaskólinn Nú sem er fyrir nemendur í 8. - 10.bekk. 

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður