Breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum á haustmánuðum. Við sáum á bak Klöru Bragadóttur sálfræðingi sem færði sig yfir á Reykjalund. Henni fylgdu góðar kveðjur og óskir um velfarnað á nýjum stað. Helga Dögg Helgadóttir sálfræðingur og Kristín Garðarsdóttir djákni hófu störf hér í október. Við tökum þeim fagnandi og bjóðum velkomnar til starfa.