Fréttir

 Afmælisrit 2019

 

Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar átti 10 ára afmæli haustið 2018. Af því tilefni var gefið út veglegt afmælisrit.

Við erum afar stolt af því að það voru þátttakendur okkar sem báru allan hita og þunga af vinnslu og útgáfu blaðsins og afraksturinn er glæsilegur!

Með því að smella á slóðina hér fyrir neðan má sjá blaðið í heild sinni.

 

  NJÓTIÐ VEL!

 

  Starfsendurhæfing Hfj 10 ára

hópur     

Eitt af úrræðum Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar er úrræði sem er sniðið sérstaklega að ungu fólki (ca 18-25 ára). Það stendur í 6 mánuði og mikil áhersla er lögð á tengingu við vinnumarkaðinn. Í stórum dráttum er þjónustunni skipt í þrjú tímabil. Í fyrsta lagi sjálfseflingu, fræðslu og þjálfun, í öðru lagi vinnumarkaðstengdri fræðslu, heimsóknum og vinnuprófunum og á síðasta tímabili þjálfun á vinnumarkaði og aðstoð við atvinnuleit.

Árangur er góður og hefur meiri hluti þátttakenda farið í nám eða vinnu að lokinni þátttöku.

 

Næsti hópur byrjar í lok mars 2020.

 

 

 

 

 sumar

 

Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar verður lokuð dagana 16.júlí til 3.ágúst að báðum dögum meðtöldum. 

Allir þátttakendur eru boðaðir á fund þann 8. ágúst kl 13:00 og þar með hefst starfið formlega að loknu sumarfríi.

 

Við vonum að sumarið fari vel með fólk og gerumst svo djörf að búast við einhverjum sólargeislum um allt land með D-vítamín, yl í kroppa og gleði í sinni.

 

 

Screen Shot 2017 09 05 at 22.37.27

  

Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar hóf starfsemi haustið 2008 og er því að hefja sitt 10. starfsár. Nýir hópar hafa byrjað þrisvar á ári, þ.e. að hausti (sept), í ársbyrjun (jan) og að vori (apríl).  

Næsti hópur fer af stað 26.september og verið er að kalla nýja þátttakendur í inntökuviðtöl. Enn eru laus pláss í hópinn en mikilvægt að tilvísanir berist sem fyrst. 

Ef þú ert með heilsubrest og þarft á starfsendurhæfingu að halda bendum við þér á að snúa þér til læknis sem getur vísað þér á Virk starfsendurhæfingarsjóð. Í starfsendurhæfingu færð þú stuðning við að byggja þig upp og aðstoð við að nálgast vinnumarkað á þínum eigin forsendum.

blagresiblia

   

  

Reglubundin starfsemi Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar liggur niðri til 1.ágúst. Tækjasalurinn er opinn og við hvetjum þá þátttakendur, sem ekki hafa gert það nú þegar, til þess að skrá sig í sumargrúbbuna á facebooksíðunni okkar.

Dagskrána í ágúst má sjá undir flipanum DAGSKRÁ efst á síðunni. 

melgresi

Aðalfundur Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 28. mars 2017 að Flatahrauni 3. 

 

Dagskrá:

 

  •  1. venjulega aðalfundarstörf
  •  2. önnur mál.

 

Fundurinn hefst kl 16:00.

Hópur
 

Gleðilegt ár!

 

Á miðvikudaginn 11.janúar byrjar nýr hópur hjá okkur og mætir á kynningarfund kl 14:00. Við bjóðum nýja þátttakendur velkomna og hlökkum til samstarfsins!

 

jólagleði

  

Hin árlega jólagleði verður haldin miðvikudaginn 14.desember. Við munum hittast yfir góðum mat og eiga saman notalega stund.

Þátttakendur eru beðnir um að staðfesta komu sína og skrá sig á lista í salnum. Jafnframt liggja frammi listar fyrir sjálfboðaliða að skrá sig í hinar ýmsu nefndir s.s. skreytinga-, skemmti- og frágangsnefnd. 

 

Bleikur dagur

 

 

 

 

Fimmtudaginn 13. okt verður BLEIKUR DAGUR hjá okkur og allir koma í eða skreyta sig með einhverju bleiku. Tilgangurinn er að minna á baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Subcategories

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður