Námskeið: Næring og heilbrigður lífsstíll Fimmtudaginn 30. október fer af stað námskeið um næringu og heilbrigðan lífsstíl. Á námskeiðinu verður fjallað um næringu og matarræði sem og ýmislegt sem við kemur heilbrigðum lífsstíl. Boðið verður upp á fræðslu, vettvangsferðir og verklegar æfingar. Markmið námskeiðis verður að þátttakendur öðlist aukna þekkingu á næringarríkum mat og hvernig setja eigi raunhæf markmið fyrir mat og hreyfingu . Einnig verður boðið upp á mælingar og þyngdarráðgjöf fyrir áhugasama. Sveindís Jóhannsdóttir mun sjá um námskeiðið og kennsla mun fara fram alla fimmtudaga kl. 14-15 , frá 30. október til 4. desember að undanteknum 6. nóvember. Kynning á námskeiðinu verður fimmtudaginn 23. október Skráningu á námskeiðið lýkur 28. október.
Jólagleðin verður haldin í Sjónarhól sem er í íþróttahúsi FH í Kaplakrika mánudaginn 15/12 og hefst kl 12. Við ætlum að eiga þar saman notalega stund og njóta góðra veitinga sem fram verða reiddar. Þátttakendur sem ekki hafa þegar skráð sig láti Auði vita um komu sína hið fyrsta.
Á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar 2015 hittumst við í Flatahrauninu og göngum saman inn í nýja árið mót hækkandi sól.
Nýr Grunnhópur byrjar fimmtudaginn 15.janúar 2015. Kynningarfundur fyrir hópinn verður haldinn þann dag kl 13:30. Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum nýja þátttakendur velkomna.
VEGNA VEIKINDA FELLUR TÍMINN Í DRAUMUM OG DREKUM NIÐUR
Drög að apríl töflu eru komin inn á heimasíðuna. Þau eru undir flipanum Dagskrá og svo Stundaskrár vinstra megin á síðunni. Innskráning er nauðsynleg til að fá aðgang.
Nýr starfsmaður, Klara Bragadóttir sálfræðingur hefur hafið störf hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar. Við bjóðum Klöru hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins!
Aðalfundur Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 13.maí og hefst kl 14:00.