Fréttir

jolJólagleðin verður haldin í Sjónarhól sem er í íþróttahúsi FH í Kaplakrika mánudaginn 15/12 og hefst kl 12. Við ætlum að eiga þar saman notalega stund og njóta góðra veitinga sem fram verða reiddar. Þátttakendur sem ekki hafa þegar skráð sig láti Auði vita um komu sína hið fyrsta.

IMG 6429Á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar 2015 hittumst við í Flatahrauninu og göngum saman inn í nýja árið mót hækkandi sól.

klippikarlar 0Nýr Grunnhópur byrjar fimmtudaginn 15.janúar 2015. Kynningarfundur fyrir hópinn verður haldinn þann dag kl 13:30. Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum nýja þátttakendur velkomna.

VEGNA VEIKINDA FELLUR TÍMINN Í DRAUMUM OG DREKUM NIÐUR

taflaDrög að apríl töflu eru komin inn á heimasíðuna. Þau eru undir flipanum Dagskrá og svo Stundaskrár vinstra megin á síðunni. Innskráning er nauðsynleg til að fá aðgang.

sáliNýr starfsmaður, Klara Bragadóttir sálfræðingur hefur hafið störf hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar. Við bjóðum Klöru hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins!

AðalfundurAðalfundur Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 13.maí og hefst kl 14:00.

copendencyKvíðastjórnunarnámskeið hefst föstudaginn 22.maí kl. 9:00. Námskeiðið verður fimm skipti, föstudagana 22. maí til 19. júní klukkan 9-11. Kennari er Klara Bragadóttir sálfræðingur. Skráning er nauðsynleg.

halló blessBreytingar hafa orðið á starfsmannahópnum á haustmánuðum. Við sáum á bak Klöru Bragadóttur sálfræðingi sem færði sig yfir á Reykjalund. Henni fylgdu góðar kveðjur og óskir um velfarnað á nýjum stað. Helga Dögg Helgadóttir sálfræðingur og Kristín Garðarsdóttir djákni hófu störf hér í október. Við tökum þeim fagnandi og bjóðum velkomnar til starfa.

Subcategories

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður