Fréttir

 

jólagleði

  

Hin árlega jólagleði verður haldin miðvikudaginn 14.desember. Við munum hittast yfir góðum mat og eiga saman notalega stund.

Þátttakendur eru beðnir um að staðfesta komu sína og skrá sig á lista í salnum. Jafnframt liggja frammi listar fyrir sjálfboðaliða að skrá sig í hinar ýmsu nefndir s.s. skreytinga-, skemmti- og frágangsnefnd. 

 

Bleikur dagur

 

 

 

 

Fimmtudaginn 13. okt verður BLEIKUR DAGUR hjá okkur og allir koma í eða skreyta sig með einhverju bleiku. Tilgangurinn er að minna á baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Nýr hópur fór af stað í september, hópur 16-09. Við bjóðum nýja þátttakendur velkomna til okkar og vonum að þeir nái góðum árangri í endurhæfingunni.

Dagskráin er með hefðbundnu sniði og alltaf áhugaverðir fyrirlestrar og ólík námskeið í gangi. Undir flipanum "Dagskrá" má sjá hvað er á döfinni hjá okkur hverju sinni. 

Sem dæmi þá er námskeiði í sjálfseflingu og samskiptum nýlega lokið og námskeið í tjáningu langt komið og í byrjun október hefst bæði fjármálanámskeið og námskeið í vakandi athygli (mindfulness). 

Við höfum nú fengið nýja nágranna í Flatahraunið í stað Hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði. Það er unglingaskólinn Nú sem er fyrir nemendur í 8. - 10.bekk. 

Nú nálgast sumarið, vorið komið og eins og undanfarin ár eru nýir þátttakendur okkar vorboðar. Nýr hópur hefur þátttöku miðvikudaginn 20. apríl og hefst kynningarfundur kl 13:00. Við hlökkum til samstarfs við nýja þátttakendur og bjóðum þá hjartanlega velkomna til Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar.

Kaka 

Við minnum þátttakendur námskeiðsins Drauma og dreka á fyrirhugaða drekaveislu á föstudaginn, 4.mars.

Veitingar koma veislugestir með sér sjálfir eins og ákveðið var fyrir páska :)

klippikarlarNýr hópur mun hefja þátttöku hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar í september. Kynningarfundur verður þriðjudaginn 9. september kl 13:30. Við bjóðum nýja þátttakendur velkomna og hlökkum til samstarfsins!

IMG 6672Gönguferð fellur niður í dag, 29/9 vegna óveðurs!

big lebFimmtudagurinn 16/10 verður BLEIKUR dagur hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar. Í tilefni dagsins tökum við áskorum Krabbameinsfélagsins og hvetjum við alla til þess að klæðast einhverju BLEIKU. þann dag Við viljum með því sýna baráttu gegn krabbameini hjá konum stuðning. Sjá heimasíðu Krabbameinsfélagsins.

mynd AKMyndlistarnámskeiðið hefst föstudaginn 10.október og verður á föstudögum kl 9-12. Kennari er myndlistarmaðurinn Kristbergur Pétursson sem oft hefur kennt hjá okkur áður. Námskeiðið stendur til 7.nóvember. Að þessu sinni verður kennt í fimm skipti frá 10/10 til 7/11. Reykleysisnámskeið hefst síðan 27. október. Þeir þátttakendur sem höfðu skráð sig á námskeiðið en hafa lokið endurhæfingu eru velkomnir á námskeiðið, en þurfa að staðfesta þátttöku hjá Auði. Áður en námskeiðið hefst verða þátttakendur boðaðir í einkaviðtöl.

Subcategories

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður