Fréttir

DSC00636

 

Starfsendurhæfing Hafnarfjarđar er lokuđ til 9.ágúst. Regluleg dagskrá þátttakenda hefst á ný þriđjudag 10.ágúst kl 10:00.

Njótiđ sumarsins!

Við höfum fengið meira pláss og getum þannig dreift meira úr okkur og uppfyllt tilmæli um sóttvarnir. Starfið er því komið á fullan skrið á ný.

strönd

 
6/8/2020: Eins og kunnugt er hafa sóttvarnarreglur vegna covid-19 verið hertar á ný. Það kallar á breytt skipulag hjá okkur sem við þurfum að ganga frá áður en hóptímar / fundir geta farið í gang aftur eftir sumarlokun.
 
Boðaður hópfundur mánudaginn 10/8 fellur því niður!
 
 
Þátttakendur munu fá skilaboð í sms og tölvupóstum þegar endurskipulagning liggur fyrir.
 
Stöðin er opin, einstaklingsþjónusta og viðtöl í gangi .

Sumarlokun verður frá og með 20. júlí til og með 31. júlí.

 

sumar

Frá 30.mars hefur fræðsludagskrá okkar og hópfundir farið fram í gegnum fjarfundabúnað og nú er ljóst að þannig varður það út apríl. Eftir 4.maí förum við aftur í fyrirkomulagið sem lýst er hér fyrir neðan.

 

Vegna veirufaraldurs höfum við skipt starfsfólki og þátttakendum í tvo hópa. Hóparnir mæta til skiptis í skipulagða dagskrá og viðtöl í Flatahrauni viku og viku í senn og taka þátt hina vikuna í gegnum fjarfundabúnað. Fólk sem ekki á heimangengt t.d. ef það telst til viðkvæmra hópa eða er í sóttkví, vegna barna osfrv hafa að sjálfsögðu einnig möguleika á þátttöku um fjarfundabúnað. Þannig vonumst við til að geta haldið eins miklum dampi og hægt er miðað við ástandið á hverjum tíma. Staðan getur breyst með litlum fyrirvara. Við fylgjumst vel með ráðleggingum yfirvalda og förum eftir þeim.Við bíðum óþreyjufull eftir vokomunni, hækkandi sól og þess að ástandið gangi yfir. Munum að öll él birtir upp um síðir :) 

   

                regnbogi   

Fundur 

  • Í kjölfar tilmæla yfirvalda um viðbrögð vegna covid19 fellur hefðbundin dagskrá niður mánudag 16/3/2020.
  • Þess í stað verður starfsmannafundur þar sem gengið verður frá nýju skipulagi á þjónustu í samræmi við ráðleggingar Sóttvarnalæknis.
  • Upplýsingum um breytt fyrirkomulag verður komið til þátttakenda að fundi loknum.

aðalfundur 2019 augl

 Afmælisrit 2019

 

Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar átti 10 ára afmæli haustið 2018. Af því tilefni var gefið út veglegt afmælisrit.

Við erum afar stolt af því að það voru þátttakendur okkar sem báru allan hita og þunga af vinnslu og útgáfu blaðsins og afraksturinn er glæsilegur!

Með því að smella á slóðina hér fyrir neðan má sjá blaðið í heild sinni.

 

  NJÓTIÐ VEL!

 

  Starfsendurhæfing Hfj 10 ára

hópur     

Eitt af úrræðum Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar er úrræði sem er sniðið sérstaklega að ungu fólki (ca 18-25 ára). Það stendur í 6 mánuði og mikil áhersla er lögð á tengingu við vinnumarkaðinn. Í stórum dráttum er þjónustunni skipt í þrjú tímabil. Í fyrsta lagi sjálfseflingu, fræðslu og þjálfun, í öðru lagi vinnumarkaðstengdri fræðslu, heimsóknum og vinnuprófunum og á síðasta tímabili þjálfun á vinnumarkaði og aðstoð við atvinnuleit.

Árangur er góður og hefur meiri hluti þátttakenda farið í nám eða vinnu að lokinni þátttöku.

 

Næsti hópur byrjar í lok mars 2020.

 

 

 

 

Subcategories

kort

Hafðu samband

postur@stendur.is
Sími +354 527-0050
GSM +354 697-5867

STAÐSETNING

StHfjFlatahraun 3
220 Hafnarfjörður