Fólk sem:
• hefur misst vinnu eða þurft að hætta störfum t.d. vegna sjúkdóma, slysa eða áfalla
• hefur átt erfitt með að ná fótfestu á vinnumarkaði
• hefur verið lengi atvinnulaust
OG
• vill komast til starfa á ný, en þarf aðstoð við það
• er reiðubúið til þess að leggja á sig talsverða fyrirhöfn til þess að það takist
Gæti átt erindi í starfsendurhæfingu.
Hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar er annars vegar boðið upp á námskeið, Vinnusmiðju, fyrir atvinnuleitendur (ýmist á íslensku eða ensku) og hins vegar heildstæða endurhæfingarþjónustu þar sem eru nokkrar mismunandi endurhæfingarleiðir:
Endurhæfingarleið | Kjarni – dæmi um námskeið | Markhópur |
Matsleið |
Hópefli Heilsutengd fræðsla Markmiðasetning Hreyfing |
Fólk sem óvíst er að sé tilbúið til þátttöku í starfsendurhæfingu. 2 mánaða endurhæfingarleið. Til þess að geta haldið áfram í starfsendurhæfingu eftir Matsleið þurfa þátttakendur að hafa náð að sýna a.m.k. 80% mætingu samfellt í fjórar vikur. |
Einstaklingsmiðuð, þverfagleg endurhæfing |
Námskeið í samræmi við endurhæfingaráætlun og fyrirliggjandi markmið einstaklings. Þrjár meginlínur, sjá: Starfsleið / heilsa, Starfsleið / vinna og Námsleið
|
Fólk sem vill komast aftur á vinnumarkað eða í nám til þess að styrkja stöðu sína eftir veikindi eða áföll en þarf til þess markvissan stuðning OG er tilbúið til þess að stunda starfsendurhæfingu.
|
Starfsleið / heilsa
Einstaklingsmiðuð, þverfagleg endurhæfing með áherslu á heilsueflingu
|
Sjálfsefling, hópefli Heilsutengd fræðsla, skipulag daglegs lífs Sértæk markmiðasetning: heilsa, vinna Slökun og streitustjórnun Vakandi athygli (mindfulness) HAM ACT Skipulögð hreyfing Námskeið um vinnumarkaðinn |
Fólk sem hefur verið meira en 6 mánuði utan vinnumarkaðar, glímir við fjölþættan vanda, þarf að vinna að betri heilsu eða gera mikilvægar breytingar á daglegum venjum heilsu sinnar vegna til þess að atvinnutenging verði möguleg. |
Starfsleið / vinna
Einstaklingsmiðuð endurhæfing, með áherslu á tengingu við vinnumarkað
|
3 ólík námskeið um vinnumarkaðinn Sjálfsefling Markmiðasetning Líkamsrækt Starfsþjálfun / starfsprófun á vinnumarkaði. Þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að reyna sig við raunaðstæður á vinnumarkað. Þátttakendur geta einnig tekið þátt í heilsueflandi fræðslu og stökum námskeiðum þar sem þeir vinna að því að ná betri tökum á vanda sínum og ryðja hindrunum úr vegi. |
Þeir sem hafa verið innan við 6 mánuði utan vinnumarkaðar eða eru á lokaspretti endurhæfingar. Miðast við þá sem vilja styrkja sig fyrir atvinnuþátttöku og eru ekki er taldir þurfa að gera meiriháttar breytingu á lífsstíl eða daglegum venjum eða eru vel á veg komnir með það. Þeir þarfnast ekki eins mikils inngrips til heilsueflingar og þátttakendur á Starfsleið / heilsu en þurfa markvissa fræðslu og undirbúning til þess að komast í vinnu. |
Námsleið
Einstaklingsmiðuð endurhæfing, með áherslu á nám |
Nám innan skólakerfisins eða fullorðinsfræðslukerfis Stuðningur og aðhald Samvinna við skóla Takmörkuð námsaðstoð, aðstaða til heimanáms Fræðsla og þátttaka í námskeiðum í starfsendurhæfingunni eftir aðstæðum hvers og eins. |
Þeir sem hafa nám sem stærstan hluta sinnar endurhæfingar. |
Lokasprettur /Eftirfylgd |
Stuðningur og hvatning í markmiðavinnu Aðstoð fyrstu skrefin á vinnumarkaði eða í námi. |
Þátttakendur sem þurfa eftirfylgd í vinnu eða námi að endurhæfingu lokinni eða sem þurfa framlengda endurhæfingu í formi stuðnings |
HVATI |
Ég / við (Viðhorf, væntingar, réttindi, skyldur, áhugamál, gildi, hvatning, samskipti), ég get (færni, styrkleikar, stuðningur), ég ætla (framtíðarsýn og stefna) og ég skal (markmiðasetning, vinna að markmiðum, vinnumarkaður / nám). Mikil áhersla lögð á vinnumarkaðstengingu og virkni með heimsóknum á vinnumarkað, starfsprófunun og þátttöku í sjálfboðnu starfi. Aðstoð við atvinnuleit og / eða náms- og starfsráðgjöf eftir aðstæðum hvers og eins þátttakanda. |
Ungt fólk, 18-25 ára. 6 mánaða endurhæfing skipt í 3 tímabil, ca 8 vikur hvert, þar sem tengsl við og þátttaka á vinnumarkaði er stigvaxandi. |